Myndband og kynningarefni
Sjúkratryggingar og heilbrigðismál á Íslandi
Heilsugæslan á Íslandi er niðurgreidd og allir íbúar falla sjálfkrafa undir Sjúkratryggingar Íslands. Þetta þýðir að allir einstaklingar sem eru löglega búsettir á Íslandi í 6 mánuði eða lengur falla sjálfkrafa undir sjúkratryggingarnar.
Tímabundnir starfsmenn frá öðrum EES ríkjum ættu að hafa evrópska sjúkratryggingakortið og ættu þess vegna að fá heilbrigðisþjónustu á meðan á tímabundinni dvöl stendur. Sú þjónustu ætti að vera með sömu skilyrðum og kostnaði og fyrir einstaklinga búsetta á Íslandi.
Einstaklingar af erlendum uppruna sem eru ríkisborgarar lands innan EES, verða að skrá sig við komuna til landsins. Þegar þeir hafa fengið lögheimili hér á landi falla þeir sjálfkrafa inn í sjúkratryggingarnar en fyrir það nýta þeir sjúkratryggingarnar frá sínu upprunaríki. Undanskildir þessu eru einstaklingar sem flytja til Íslands frá Norðurlöndunum, en þeir falla undir íslenskar sjúkratryggingar daginn sem þeir sækja um lögheimili á Íslandi.
Allir einstaklingar sem eru sendir til Íslands vegna vinnu, verða annahvort að vera ríkisborgarar eða hafa dvalar- og atvinnuleyfi í EES landi. Útsendir starfsmenn ætti í öllum tilvikum að vera með sjúkratryggingu og geta sótt um A1 vottorð.
Nánari upplýsingar um sjúkratryggingar er að finna á vefsíðu Sjúkratryggingar Íslands
Nánari upplýsingar um tiltekin vottorð eða leyfi er að finna á vefsíðu Vinnumálastofnunar og Útlendingastofnunar á Íslandi:
Vinnumálastofnun
Útlendingastofnun
Hversu víðtækar eru sjúkratryggingarnar á Íslandi
Þegar einstaklingar eru skráðir hjá Sjúkratryggingum Íslands eru hámarksgreiðslur á mánuði 27.475 kr. eða 18.317 kr. fyrir einstaklinga á eftirlaunum, örorku og börn.
Eftir að hámarksgreiðslum hefur verið náð þurfa einstaklingar ekki að borga meira fyrir heilsugæslu og lækna í þessum mánuði og eftir það er hámarkið 4.579 kr. og 3.053 kr. fyrir börn, eftirlaunaþega og öryrkja.
Undanþegnar þessu eru þungaðar konur sem greiða ekki fyrir heilsugæslu á meðgöngu. Eina undantekningin er 12 vikna ómskoðun sem er valfrjáls.
Heilsugæslan er gjaldfrjáls fyrir 18 ára og yngri, aldraða, öryrkja og einstaklinga sem koma í mæðravernd.
Fyrir lyfseðilsskyld lyf er hámarksfjárhæð á mánuði 22.000 kr. eða 14.500 kr. fyrir börn og eftirlaunaþega. Miðað er við 12 mánaða tímabil sem hefst 15. okt. og er hámarksgreiðsla á því tímabili er 62.000 og 41.000 fyrir aldraða, öryrkja og börn.
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Sjúkratryggingar Íslands en einnig er hægt að fá frekari upplýsingar í gegnum þjónustusíðuna.
https://www.heilsugaeslan.is/um-hh/gjaldskra/?lang=en-us
Nánari upplýsingar um stöðuna og þjónustu sem stendur til boða má finna á heilsvera, þar sem einstaklingar geta pantað tíma eða haft samband við lækna.
Hvað fellur undir sjúkratryggingarnar
Flestar tegundir heilsugæsluþjónustu eru niðurgreiddar eða falla undir innlendar sjúkratryggingar.
Til dæmis; Sjúkraþjálfun er niðurgreidd af sjúkratryggingum og þjónusta geðlækna.
Tannvernd er þó ekki að fullu tryggð en þjónustu tannlækna er einungis gjaldfrjáls fyrir börn yngri en 18 ára og lífeyrisþegar greiða 50% af kostnaðinum. Sálfræðiþjónusta er ekki niðurgreidd af sjúkratryggingunum, nema að einstaklingar noti sálfræðinginn á þeirra heilsugæslustöð.
Einkarekin tryggingafélög á Íslandi
Fyrir einstaklinga af erlendum uppruna utan Evrópska efnahagssvæðisins eru heilbrigðistryggingar eitt af aðal skilyrðum fyrir útgáfu dvalarleyfis. Þar sem tímabundnir starfsmenn utan EES eru ekki með tryggingar á Íslandi verða þeir að sækja um tryggingar frá einkafyrirtækjum.
Hér fyrir neðan má sjá lista yfir tryggingafélög sem bjóða upp á tímabundnar heilbrigðistryggingar á Íslandi. Það má þá einnig finna erlenda tryggingaraðila sem hafa verið samþykktir.
- Sjóvá – https://www.sjova.is/en
- TM – https://www.tm.is/english/
- Vís – https://www.vis.is/en/
- Vörður – https://vordur.is/
Sjúkradagpeningar og sjúkrasjóður tryggingarfélaganna
Ef einstaklingar geta ekki unnið vegna veikinda eða meiðsla utan vinnustaðarins geta þeir átt rétt á sjúkradagpeningum.
Sjúkradagpeningar eru ákveðin upphæð sem hægt er að fá greidda á 15. Veikindadegi, eða þegar einstaklingar hafa lokið veikindadögum sem þeir hafa safnað meðan þeir voru í vinnu.
Til að eiga rétt á sjúkradagpeningum þurfa einstaklingar að uppfylla ákveðin skilyrði;
- Þeir verða að vera með sjúkratryggingar á Íslandi.
- Þeir verða að hafa verið ófærir um að vinna í það minnsta 21 daga samfellt.
- Þeir verða að hafa verið að vinna eða stunda nám á Íslandi mánuðina áður en þeir urðu óvinnufærir.
- Þeir mega ekki lengur fá neinar greiðslur frá vinnustað sínum, þar með taldir veikindaréttar greiðslur.
- Þeir mega ekki vera á fullum lífeyri, það er örorkulífeyri, endurhæfingarlífeyri, ellilífeyri, fæðingarorlofi eða atvinnuleysisbótum.
- Þeir verða að vera minnsta kosti 16 ára.
Heildarupphæð sjúkradagpeninga árið 2020 er 1.873 kr. á dag og 514 kr. á dag fyrir hvert barn á heimilinu. Ef starfshlutfall þitt var minni en 100% fá einstaklingar helming greiðslanna.
Sjúkrasjóður stéttarfélagsins hefur það hlutverk að greiða félagsmönnum bætur ef að veikindi eða slys gerast eftir að launagreiðslum líkur. Öllum atvinnurekendum er skylt að greiða að minnsta kosti 1% af launum til sjúkrasjóðs stéttarfélagana, nema samið hafi verið um hærra hlutfall í kjarasamningunum. Dagpeningar vegna slysa eða veikinda eru greiddur í 120 daga (4 mánuði), og er ekki hærri en 80% af meðaltali þeirra launa sem félagsgjöld hafa verið greidd af síðustu 6 mánuði. Einstaklingar geta einnig sótt um greiðslur úr sjúkrasjóði I allt að 90 daga (3 mánuði) ef um er að ræða börn meðlima yngri en 18 ára eða makar.
Þegar einstaklingar hafa lokið veikindadögum sínum, þá geta þeir sótt um sjúkradagpeninga hjá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) og hjá sjúkrasjóði stéttarfélaganna, það er hægt að fá greiðslur frá SÍ og stéttarfélögunum á sama tíma.
Nánari upplýsingar um sjúkrasjóð stéttarfélaganna er að finna á heimasíðu stéttarfélaganna og á heimasíðu ASÍ;
Upplýsingar um sjúkradagpeningar má finna á heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands;
https://www.sjukra.is/english/social-insurance-in-iceland/cash-sickness-benefits/
Atvinnuleysisbætur, hverjar eru þær og hvert er hægt að leita
Atvinnuleysisbótum er skipt í tvo áfanga: grunn- og tekjutengdar. Grunnatvinnuleysisbætur eru greiddar fyrstu 10 virku dagana í atvinnuleysi, tekjutengdar atvinnuleysisbætur taka síðan allt að þrjá mánuði, ef eftir það eru grunnatvinnuleysisbætur greiddar aftur.
Hvað þarf að vera til staðar
- Að hafa ekki atvinnu.
- Að vera með lögheimili á Íslandi og vera staðfestur á landinu.
- Að vera vinnufær.
- Ert tilbúinn að vinna hvaða vinnu sem er.
Bótafjárhæðir – Grunnatvinnuleysisbætur (1. Janúar, 2021):
- 307.430 krónur á mánuði (100% réttur)
- 230.572 krónur á mánuði (75% réttur)
- 153.715 krónur á mánuði (50% réttur)
- 76.857 krónur á mánuði (25% réttur – lágmarksréttur).
Fyrir hvert barn á heimilinu sem er undir 18 ára eru greiddar 18.445 krónur á mánuði.
Hámark tekjutengdra atvinnuleysisbóta eru 473.835 krónur á mánuði.
Fyrir frekari upplýsingar og til þess að sækja um atvinnuleysisbætur;
https://www.vinnumalastofnun.is/en/unemployment-benefits
Það er mikilvægt fyrir einstaklinga að erlendum uppruna sem að hafa ekki fasta kennitölu á Íslandi, að hafa sérstaklega samband við vinnumálastofnun áður eða þegar þeir sækja um atvinnuleysisbætur.
Félags og fjárhagsaðstoð
Félags og fjárhagsaðstoð á Íslandi kemur aðallega frá sveitarfélögunum og er því háð því hvar þú býrð á landinu.
Allir einstaklingar hafa aðgang að félagsráðgjöfum í gegnum sveitarfélögin og þeir geta gefið ráðgjöf eða lagt fram aðstoð, t.d fjárhagslega. Þar geta einstaklingar einnig fengið frekari upplýsinga um réttindi og styrki og hvernig þeir geti nýtt sér þá.
Fjárhagsaðstoð
Í aðstæðum þar sem einstaklingar þurfa á fjárhagsaðstoð að halda geta þeir leitað eftir stuðningi frá sínu sveitarfélagi. Samkvæmt íslenskum lögum ætti ávallt að veita fjárhagsaðstoð til að koma í veg fyrir að fjölskyldur eða einstaklingar lendi ekki í aðstæðum þar sem þau geta ekki stjórnað eigin málum lengur.
Fjárhagsaðstoðin er því háð því sveitarfélagi sem einstaklingurinn býr í, en hægt er t.d að skoða hana hjá Reykjavíkurborg á heimasíðu þeirra;
https://reykjavik.is/thjonusta/fjarhagsadstod
Húsnæðisbætur
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun fer með umsjón húsnæðisbóta á Íslandi. Húsnæðisbætur eru mánaðarlegar greiðslur til að aðstoða þá sem leigja íbúðarhúsnæði.
Skilyrðin fyrir húsaleigubótum
- Umsækjendur verða að vera búsettir í íbúðarhúsnæðinu og eiga lögheimili þar.
- Verða að hafa náð 18 ára aldri.
- Húsnæðið verður að það minnsta að innihalda, eitt svefnherbergi, sér eldunaraðstöðu og sér baðherbergi.
- Verður að hafa þinglýstan leigusamning sem gildir í að það minnsta kosti þrjá mánuði.
- Verður að veita aðgang að upplýsingaöflun.
Félagslegt húsnæði
Einstaklingar eða fjölskyldur sem eru í brýnni þörf fyrir húsnæði og geta ekki útvegað eða fundið húsnæði fyrir sig, geta sótt um félagslegt húsnæði hjá sínu sveitarfélagi.
Fyrir frekari upplýsingar um félagslegt húsnæði;
https://island.is/en/social-assistance-housing
Nánari upplýsingar um félagslega aðstoð
Má finna á heimasíðum sveitarfélagana eða hafa samband við þjónustumiðstöð sveitarfélagsins.
Geta einstaklingar af erlendum uppruna fengið fjárhagslega og félagslega aðstoð?
Einstaklingar af erlendum uppruna búsettir á Íslandi ættu að hafa sama rétt til þjónustu allir aðrir á Íslandi.
Fyrir frekari upplýsingar um fjárhagslegan stuðning: