Hlutverk stéttarfélagana á Íslandi

Upplýsingamyndband um hlutverk stéttarfélagana á íslandi. Nánari upplýsingar má sjá í efninu hér að neðan. Einnig má finna mynbandið á youtube.

Kynning á stéttarfélögum

Stéttarfélögin á Íslandi gegna mikilvægu hlutverki á atvinnumarkaðnum en 85 prósent af vinnuaflinu eru aðilar að stéttarfélögum. 

Stéttarfélögin taka ekki aðeins þátt í kjarasamningum, heldur veita þau einnig stuðning, lögfræði ráðgjöf og auka vitund um stöðu verkafólks á vinnumarkaðnum. Ávinningur af því að vera meðlimur í stéttarfélagi felst einnig í, námsstyrkjum, stuðningi vegna læknisþjónustu, sjúkraþjálfun, styrkjum til gleraugnakaupa, aðgangi að orlofshúsum og fleiru (mismunandi eftir stéttarfélögum). 

Á Íslandi eru fjögur samtök stéttarfélaga: 

  • BSRB 
  • ASÍ
  • Kennarasamband Íslands 
  • Bandalag Háskólamenntaðra 

Hægt er að finna fjölda stéttarfélaga á Íslandi og fer aðildin oft eftir atvinnu eða menntun einstaklinga. Stærstu stéttarfélögin eru VR og Efling, en engar sérstakar kröfur eru gerðar til einstaklinga innan þeirra, þegar kemur að atvinnu eða menntun.


Hlutverk stéttarfélagana á vinnumarkaðnum

Helstu hlutverk stéttarfélaga á vinnumarkaðnum eru: 

  • Ákvarðanataka varðandi vinnuaflsréttindi starfsmanna. 
  • Samningaviðræður við atvinnurekandur 
  • Kjarasamningar 
  • Stuðningur, lögfræðiráðgjöf og vitundavakning. 

Þjónusta til meðlima

Stéttarfélögin veita meðlimum fjölbreytta þjónustu og meðlimir ætti í flestum tilfellum að geta farið til stéttarfélagsins og leitar sér aðstoðar við öll mál varðandi atvinnumarkaðinn. 

Stéttarfélögin veita þjónustu eða upplýsingar um: 

  • Réttindi 
  • Lögfræðileg málefni og málsmeðferðir 
  • Lögfræðiaðstoð 
  • Stjórnsýsluaðstoð 
  • Þjálfun 
  • Félagslegar aðgerðir og sjóðir

Þjónustu stéttarfélagana er þó mismunandi en félagsmenn geta haft samband við stéttarfélögin til þess að fá frekari upplýsingar eða lesið sér til á heimasíðu þeirra. 

Flest stéttarfélaga veita þó aðstoð við kostnað þegar kemur að  menntunar- og heilbrigðismálum. 


Kjarasamningar og kjarasamningsviðræður

Í kjarasamningsviðræðum semja fulltrúar stéttarfélagana og vinnuveitenda um laun, vinnutíma, orlof, bónusa, o.f.l. 

Þar sem að stéttarfélögin sjá um samningaviðræðurnar geta samningarnir verið mismunandi milli stéttarfélaga og því er mikilvægt að launþegar viti í hvaða stéttarfélagi þeir eru meðlimir. 

Það er þó einnig mikilvægt að vera meðvitaður um að þeir starfsmenn sem eru ekki í stéttarfélagi falla samt sem áður undir kjarasamninga sem gerðir eru á vinnustaðnum og allir starfssamningar sem eru undir lágmarks skilyrðum kjarasamningana teljast ekki gildir. 


Um stéttarfélögin á Íslandi

Stærstu stéttarfélögin á Íslandi eru Efling og VR, en þau eiga það bæði sameiginlega að meðlimir innan þeirra þurfa ekki að vera innan ákveðinnar starfsstéttar. 

Fyrir frekari upplýsingar um stéttarfélögin getur þú farið á heimsasíðu þeirra eða haft samband við þau í síma. Á heimasíðu þeirra má finna upplýsingar um lágmarksréttindi í samræmi við gildandi kjarasamninga og þá sjóði og inneignir sem þú hefur rétt á að nota. 

VR er stærsta stéttarfélagið á Íslandi og á vefsíðu þeirra er að finna allar upplýsingar sem þarft um réttindi þín, reiknivél launa, styrki, sjóði og upplýsingar um tengiliði. 

www.vr.is 

Efling er næst stærsta stéttarfélagið en er með hæsta hlutfall einstaklingra af erlendu uppruna á Íslandi. Þú getur skoðað upplýsingar á heimasíðu þeirra á íslensku, ensku og pólsku. Þar má finna allar upplýsingar um starfsréttindi og kjarasamninga. 

www.efling.is


Trúnaðarmenn

Á Íslandi ætti hver vinnustaður að hafa trúnaðarmann sem ætti að vera tenging stéttarfélaganna og vinnustaðanna. 

Hver vinnustaður með 5 eða fleiri starfsmenn þarf að minnsta kosti einn trúnaðarmann og ef starfsmenn eru fleiri en 50 er lágmarkið 2. 

Trúnaðarmannastarfið fellst í því að vera fulltrúi starfsmannanna og tala fyrir hönd þeirra varðandi málefni innan vinnustaðarins. Þetta hlutverk er þó mismunandi og fer eftir því stéttarfélagi sem trúnaðarmaðurinn er tengdur.

Algengustu hlutverkin eru; 

  • Að fylgjast með því hvort vinnuveitandinn brjóti gegn kjarasamningum sem stéttarfélagið og vinnuveitendur hafa gert og að stíga fram og bregðast við ef vinnuveitandinn brýtur gegn réttindum starfsmanna. 
  • Vera meðvitaður og hafi þekkingu á kjarasamningum og málum sem þarf að skoða varðandi þá. 
  • Vera fulltrúi annarra starfsmanna þegar kemur að samskiptum við vinnuveitandann og komi málefnum þeirra á framfæri. 
  • Bjóða nýja starfsmenn velkomna á vinnustaðinn, upplýsi þá um réttindi sín, verkalýðsfélögin og hvert þeir geti leitað til aðstoðar.

Aðrar mikilvægar stofnanir eða samtök

Vinnumálastofnun ber ábyrgð á ýmsum málum á vinnumarkaðnum. Stofnunin sér um greiðslur atvinnuleysisbóta og þjónustu til atvinnuleitenda. Stofnunin rekur einnig fæðingarorlofssjóð og ábyrgðasjóð launa auk þess að gefa út atvinnuleyfi til ríkisborgara í löndum utan EES. Stofnunin hefur einnig eftirlit með starfsemi starfsmannaleiga og erlendra þjónustufyrirtækja sem senda starfsmenn tímabundið til Íslands. Vinnumálastofnun er aðili að EURES – European employment services, samstarfi opinberra vinnumiðla á evrópska efnahagssvæðinu. Hlutverk EURES er að stuðla að hreyfanleika vinnuafl milli landa innan EES. 

Þjónusta stofnunarinnar fyrir atvinnuleitendur af erlendum uppruna er fjölbreytt og upplýsingar um úrræðin eru aðgengilegar á vefsíðu þeirra. Slíka úrræði eru t.d tungumálanámskeið, námsstyrkir og starfsnám. Á vefsíðu stofnunarinnar má finna mikið magn af upplýsingum um þá þjónustu sem stofnunin býður mismunandi hópum, ráð um atvinnuleit, upplýsingar um réttindi og skyldur atvinnuleitenda sem og yfirlit yfir auglýst störf. 

Upplýsingar á íslensku, ensku og pólsku er að finna á vefsíðu stofnunarinnar 

www.vinnumalastofnun.is 

Alþýðusamband Íslands (ASÍ) samanstendur af 47 stéttarfélögum innan ýmissa atvinnugreina og gegnir mikilvægu hlutverki á atvinnumarkaðnum, þar sem 2/3 hlutar verkalýðsfélaga eru aðilar. ASÍ, verkalýðsfélögin og Vinnueftirlitið hafa unnið saman að eftirliti með vinnustöðum oft tengt ólöglegu vinnuafli án tilskyldra leyfa. ASÍ hefur einnig þrýst á stjórnvöld um bætt regluverk og sterkari lagaumgjörð gegn ólöglegri ráðningu og misnotkun erlendra starfsmanna á Íslandi. Á heimasíðu þeirra er hægt að fá upplýsingar um réttindi á vinnumarkaði, kjarasamninga, rannsóknir og fleira um atvinnumarkaðinn. Upplýsingarnar má finna á íslensku, ensku og pólsku. www.asi.is