Myndband og kynningarefni
Ráðningarsamningar
Ráðningarsamningar eru mikilvægir í öllum ráðningarsamböndum, þeir eru samningur milli vinnuveitanda og launþegar þar sem starfsmaðurinn býður vinnuveitanda þjónustu sína í gegn greiðslu launa.
Ráðningarsamband milli vinnuveitanda og launþegans eru venjulega skjalfest með samningi, en í íslenskum launum er þó ekki skilyrðu um formlegan ráðningarsamning og gilda því þeir jafnt hvort sem þeir eru munnlegir eða skriflegir. Hinsvegar er alltaf betra að hafa samninginn skriflegan ef ske kynni að þörf væri á sönnun tilvistar hans.
Ráðningarsambandi lýkur þegar ráðningarsamningurinn er ógildur. Þetta getur gerts þegar vinnuveitandinn ákveður einhliða að segja upp nefndum samningi, annahvort með ástæðu eða ekki. Annar möguleiki er að starfsmaður segja upp ráðningarsamningnum, sem felur í sér að fyrr umsamdar skuldbindingar og réttindi eru ekki lengur gild.
Gera skal ráðningarsamning og undirrita hann innan tveggja mánaða frá ráðningu og liggur sú skylda hjá vinnuveitandanum.
Hvað felur það í sér að vera með ráðningarsamning?
“Að hafa ráðningarsamning þýðir að hafa öll réttindi, ábyrgð, skyldur og skilyrði sem mynda samband vinnuveitanda og starfsmanns”
Að hafa samning gefur þér staðfestingu frá vinnuveitandanum um hlutverk þitt á vinnustaðnum og skyldu þeirra gagnvart þeim, svo sem; laun, orlofstími, yfirvinna og fleira. Þetta er sérstaklega mikilvægt ef vinnuveitandinn stendur ekki við sínar skyldur.
Hvað á að standa í ráðningarsamningum?
Þar sem ráðningarsamningar á Íslandi er ekki mótaðir, þá eru ekki sérstakar reglur um hvað ætti að koma þar fram. Flestir samningar hafa þó eftirfarandi;
- Nöfn og heimilisföng vinnuveitandans og starfsmannsins.
- Upphaf og lengd ráðningar.
- Tegund aðgerða og lýsing á verkefnum.
- Staðsetning vinnustaðar.
- Grunnlaun og viðbót.
- Vinnudagar og frídagar.
- Frestur til uppsagnar ráðningarsambandsins.
- Tilvísun í gildandi kjarasamninga.
- Lífeyrissjóður.
- Stéttarfélag.
Ef samningurinn hefur ekki lágmarksviðmið samkvæmt kjarasamningum er samningurinn ekki talinn gildur, jafnvel þó að hann hafi verið undirritaður af starfsmanninum.
Til að sjá lágmarksviðmið kjarasamninga geta einstaklingar skoðað vefsíðu eða haft samband við stéttarfélögin – þar er hægt að fara í upplýsingaefni um stéttarfélögin til þess að sjá meira um kjarasamningana.
Mismunandi gerðir af ráðningarsamningum?
Til eru nokkrar gerðir af ráðningarsamningum sem gott er að vera meðvitaður um, þar sem þeir gera grein fyrir því hvers konar ráðningarsambandi starfsmaður og vinnuveitandi eru í.
Varanlegir ráðningarsamningar eru fyrir starfsmenn sem vinna á reglulegum tímum og fá greidd ákveðna upphæð mánaðarlega, eða upphaf sem reiknuð er af tímakaupi. Varanlegur samningur stendur yfir þar til að honum er sagt upp af annahvort vinnuveitanda eða starfsmanni. Samkvæmt þessum samningum njóta starfsmenn fullra atvinnuréttinda.
Til eru tvær gerðir af varanlegum ráðningarsamningum; Samningur í fullu starfi, sem eru algengustu samningarnir, þar vinna starfsmenn venjulega um 35 klukkustundir eða meira á viku og Hlutastarfssanningar, sem eru samningar fyrir starfsmenn í hlutastarfi. Þeir eru svipaðir þeim sem eru með fullt starf en með meiri áherslu á fjöldi vinnustunda og hvernig yfirvinna er meðhöndluð en geta haft sama stöðugleika og samningar fyrir fullt starf.
Tímabundnir ráðningarsamningar
Eru samningar þar sem upphafs og lokadagsetning er fyrirframm ákveðnar, til dæmis hálft ár eða eitt ár. Starfsmenn hafa sömu vernd og geta treyst á sömu réttindi og varanlegir starfsmenn.
Ráðningarsamningur lærlinga og nema
Eru notaðir til þess að skrá tímabil sem starfsmaðurinn var/er í þjálfun eða námi hjá fyrirtækinu.
Uppsagnir og uppsagnarfrestur
Það eru ákveðin réttindi sem gott er að vera meðvitaður ef að einstaklingum er sagt upp eða vilja sjálfir segja upp starfi sínu.
Það verður einnig að hafa í huga að reglur vegna uppsagna eru mismunandi milli stéttarfélaga og því þurfa starfsmenn að vera meðvitaðir um stéttarfélagið sitt eða undir hvaða kjarasamninga ráðning þeirra fellur.
Það eru þá ákveðna reglur sem þar falla undir. Allar uppsagnir eiga að vera skriflegar og það er mikilvægt að allar dagsetningar og upplýsingar um uppsagnirnar séu skýrar. Starfsmenn eiga rétt á viðtali við atvinnurekandann um ástæður uppsagnar, og ætti sú beiðni að koma fram innan 4 daga frá tilkynningu um uppsögn.
Vinnuveitandinn verður að greiða út desemberuppbót og frí í tengslum við þann tíma sem starfsmaðurinn hefur starfað hjá fyrirtækinu.
Hér má svo finna upplýsingar frá tveimur stærstu stéttarfélögunum um uppsagnarfrest og aðrar mikilvægar upplýsingar tengdar starfslokum.
VR: https://www.vr.is/en/employment-terms/notice-period-for-termination/
Efling: https://efling.is/uppsagnarfrestur-skv-samningi-eflingar-og-sa/?lang=en
Ráðningarsamband og einstaklinga með erlendan bakgrunn
Það er mikilvægt fyrir einstaklinga af erlendum uppruna að athuga hvort að starfsréttindi þeirra gildi á Íslandi og ef þau gilda ekki hvernig hægt er að staðfesta gildi þeirra.
Það er einnig mikilvægt að vita að einstaklingar sem koma utan EES-svæðisins verða að fá atvinnuleyfi áður en þeir fara út á vinnumarkaðinn og í flestum tilfellum verða einstaklingar að fara frá landinu áður en leyfið er veitt. Til þess að sækja um atvinnuleyfi þurfa einstaklingar að fara í gegnum Vinnumálastofnun. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Vinnumálastofnunar.
Í sérstökum tilfellum geta einstaklingar utan svæðisins unnið án leyfa, þetta er aðeins ef um tímabundna vinnu er að ræða og er innan við 90 dagar á ári. Fyrir þetta þarf vinnuveitandinn þó að tilkynna Vinnumálastofnun á Íslandi áður en þetta á sér stað.
