Site icon Employment Iceland

Laun og skattar

Myndband og upplýsingaefni

Upplýsingamyndband um launa og skattamál á íslandi. Nánari upplýsingar má sjá í efninu hér að neðan. Einnig má finna mynbandið á youtube.

Lágmarkslaun

Lágmarkslaun er lágmarksupphæð launa sem vinnuveitanda er skylt að greiða starfsmönnum sínum fyrir þá vinnu sem þeir hafa unnið yfir ákveðið tímabil. 

Á Íslandi eru lágmarkslaun byggð á kjarasamningum sem ákvarðaðir eru út frá kjaraviðræðum stéttarfélagana og vinnuveitenda og geta því verið mismunandi milli starfsgreina og stéttarfélaga. 

Lágmarkskjör fyrir starfsstéttir byggjast á; 

  • Vinnunni 
  • Menntun starfsmanna 
  • Reynslu starfsmanna 
  • Öðrum þáttum

Þrátt fyrir að mismunandi samningar séu á milli stéttarfélaga og vinnuveitenda, falla flestar starfsstéttir undir lágmarks launasamning stærstu stéttarfélaganna og Samtaka Atvinnulífsins. 

Samkvæmt þeim samningum eru lágmarkslaun í fullu starfi (40 klukkustundir á viku) fyrir einstaklinga 18 ára og eldri, sem hafa verið að vinna lengur en 4 mánuði hjá vinnuveitenda eða fyrirtæki; 

Maí 2021, 351.000 kr. 

Maí 2022, 368.000 kr. 

Samningar sem eru undir þessum kjörum á hverjum tíma eru ógildir og þessir skilmálar eiga einnig við um þá sem að ekki eru aðilar að stéttarfélögum. 

Einstaklingar af erlendum uppruna á Íslandi eiga rétt á sömu réttindum og kjörum og aðrir launþegar á Íslandi, varðandi lágmarkslaun og önnur launatengd mál, yfirvinnugreiðslur, rétt til orlofslauna, hámarks vinnutíma og lágmarks hvíldartíma.


Hvaða skatta þarf að borga?

Skattar á Íslandi 

Allir vinnandi einstaklingar á Íslandi þurfa að greiða skatt af persónulegum tekjum. Þessum skatti er síðan deilt á ríki og sveitarfélög. Hlutfall skattsins og frekari upplýsingar um hvert skattarnir þínir fara má sjá á heimasíðu skattsins og á þínu heimasvæði þar. 

Almennt þjónar mánaðarlegur frádráttur launaskatti sem framlag fyrir: 

  • Veikindi, vinnuslys, fæðingar, faðerni, heilslugæslu o.f.l. 
  • Eftirlaun 
  • Atvinnuleysisbætur 
  • Slys vegna vinnu 
  • Starfsmenntun eða námskeið 

Allir skattar eru sýndir á launaseðlinum í hverjum mánuði og það er mikilvægt að geyma launaseðilinn í það minnsta í eitt ár, til sönnunar á skattlagningu


Persónuafsláttur

Allir einstaklingar á Íslandi eiga inni persónulegan skattaafslátt, sem safnast yfir árið í hverjum mánuði ef hann er ekki nýttur, en byrjar á núlli í hverjum Janúar. 

Persónuafsláttur árið 2021 er 50.792 kr. á  mánuði

  • Persónuafsláttur er stafrænn 
  • Einstaklingar verða að gefa vinnuveitendum sínum aðgang að skattaafslætti sínum til að hann sé notaður
  • Hægt er að deila skattaafslætti með maka (ef einstaklingar eru giftir eða í sambúð). 

Myndband um persónuafslátt: 

Upplýsingar um stöðu persónuafslátt má sjá á vefsíðu ríkisskattstjóra. 

Til þess að skrá sig inn á vefsíðuna þurfa allir einstaklingar að hafa rafræn skilríki eða veflykil ríkisskattstjóra. 

Vefsíðan fyrir allar upplýsingar um skatt á Íslandi 

www.skattur.is 


Skattar og upphæðir

Skattþrep og upphæðir á Íslandi: 2021 

Íslenska skattkerfinu er skipt í þrjá hluta: 

31,45% af launum 0-340.018 kr. 

37,95% af launum 349.019 – 979.847 kr. 

46,25% af launum yfir 979.847 kr. 

Einstaklingar sem eru í tveimur störfum verða að ganga úr skugga um að ef mánaðarlaun eru hærri en 336.916 kr. Frá einum vinnuveitanda til annars, þá þarf sá síðarnefndi að reikna tekjuskatt í hærri flokki fyrir viðbótarupphæð. 

Einstaklingar verða að leggja fram skattframtal einu sinni á ári og er það oftast í mars. 

Nokkrir mikilvægir þættir til að hafa í huga: 

  • Framtal er gert á netinu í gegnum www.skattar.is 
  • Þú verður að hafa rafræn skilríki eða veflykil. 
  • Hægt er að sækja um seinkun.

Skattskyldar tekjur: 

  • Greiðslur í reiðufé 
  • Laun 
  • Gjöld 
  • Sjúkradagpeningar 
  • Hvers lags fríðindi

Einstaklingar sem dvelja hér á landi skemur en 6 mánuði á 12 mánaða tímabili eru með takmarkaða skattskyldu á Íslandi.

Exit mobile version