Site icon Employment Iceland

Vinnuskilyrði og öryggisstaðlar

YouTube Poster
Upplýsingamyndband um öryggismál og umhverfi á vinnustöðum á íslandi. Nánari upplýsingar má sjá í efninu hér að neðan. Einnig má finna mynbandið á youtube.

Öryggi á vinnustaðnum

Öryggi á vinnustöðum er réttur og skylda bæði launafólks og vinnuveitenda. Það verður að vera til staðar óháð atvinnugrein, fyrirtæki eða starfgrein. 

Með vinnulögum er leitast við að ; 

  • Tryggja öryggi og heilbrigt starfsumhverfi, sem er í takt við félagslega og tæknilega þróun í samfélaginu. 
  • Tryggja skilyrði til að leysa öryggis- og heilsufarsvandamál innan vinnustaðanna sjálfra, í samræmi við gildandi lög og reglur. 

Á hverjum vinnustað ætti að vera kjörinn öryggisfulltrúi. Hlutverk hans er í samstarfi við vinnuveitandann að hafa eftirlit með því að umhverfi, hreinlæti og öryggi á vinnustaðnum samrýmist lögum. Í fyrirtækjum eða vinnustöðum með 1-9 starfsmenn er það vinnuveitandans að starfa sem öryggisfulltrúi. Í fyrirtækjum eða vinnustöðum með 10 eða fleiri starfsmenn eiga starfsmenn að kjósa öryggisfulltrúa milli 2 einstaklinga, þar sem einn hefur verið valinn af vinnuveitanda og hinn af starfsmönnum. Í fyrirtækjum með yfir 50 starfsmenn er skylda að stofna öryggisnefnd.

Það er mikilvægur þáttur í öryggismælingum að allir vinnuveitendur fylli út margvíslegar skýrslur til Vinnueftirlitsins. Atvinnurekendur skulu alltaf að fylla út eyðublað ef slys eiga sér stað á vinnustaðnum, og það getur líka verið mikilvægt varðandi tryggingar fyrirtækja, ef slys leiðir til veikinda eða meiðsla. 

Öllum atvinnurekendum er skylt að framkvæma áhættumat varðandi vinnuaðstæður barnshafandi kvenna eða kvenna sem hafa nýlega fætt eða eru með barn á brjósti. Þetta er gert til að vernda mæður og barnshafandi konur gegn áhrifum á vinnustaðnum og lágmarka hættuna fyrir barnið og móðurina. 

Það er mikilvægt að vita að atvinnurekendum er skylt að gera sérstakar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að starfsmenn verði fyrir einelti á vinnustað. Atvinnurekendum ber skylda til að taka á einelti eða annarri óviðunandi hegðun sem ekki á að viðgangast á vinnustaðnum.


Vinnuslys

Samkvæmt lögum eiga allir launþegar sem verða fjarverandi frá vinnu vegna vinnuslys, á leið til vinnu eða vegna sjúkdóms af völdum vinnunnar, rétt á því að fá greidd laun fyrir dagvinnu í allt að þrjá mánuði samkvæmt þeim taxta sem samið var um í ráðningarsamningum. 

Öll vinnuslys ættu að vera tilkynnt


Stofnanir sem hægt er að leita til

Vinnueftirlitið ber ábyrgð á því að vinnuveitendur fari að lögum og reglum. Til að tilkynna um brot á öryggi í starfi geta starfsmenn haft samband við þá eða sent ábendingar í gegnum vefsíðu þeirra; 

https://www.vinnueftirlit.is/hafa-samband/

Þú getur einnig leitað eftir aðstoð hjá stéttarfélaginu þínu varðandi flest mál tengdum vinnustaðnum, og þau munu leiða þig í átt að réttri stofnun eða hjálpa þér við vandamálið. 


Hvað er vinnu- og hvíldartími starfsmanna?

Vinnutími er byggður á kjarasamningum stéttarfélaganna og vinnuveitand (eða Samtaka Atvinnulífsins). Vinnutíminn fylgir því svipuðu kerfi og lágmarkslaun, það er að einstaklingar utan stéttarfélaganna hafa einnig sömu réttindi samkvæmt kjarasamningunum. 

Þar sem samningarnir geta verið mismunandi verður hér talað um algengustu reglurnar, en það er þó mikilvægt fyrir einstaklinga sem vinna í tilteknum atvinnugreinum (bílstjóri, verkamenn, of.l.) að líta á réttindi þeirra á heimasíðu stéttarfélaganna eða biðja um aðstoð hjá fulltrúum þeirra. 

Hámarks vinnutími 

Hámarks vinnutími 

Vinnutími á að jafnaði ekki að vera lengri en 16 tímar á dag, þá er óheimilt að skipuleggja vinnutíma sem er lengri en 13 tímar á dag. 

Hámarks vinnutími á mánuði 

Almennt er dagvinnutími 8 klukkustundir á dag, 40 klukkustundur á viku eða 173,33 klukkustundir á mánuði. Með Lífskjarasamningnum hefur þetta þó eitthvað breyst innan ákveðinni starfstétta með styttingu vinnuvikunnar. 

Lágmarks hvíld 

Almenna reglan varðandi lágmarks hvíld er 11 klukkustundir á dag, en frávik frá þessu er að finna í kjarasamningum fyrir ákveðnar starfsstéttir, til dæmis iðnaðarmenn. Einnig gilda sérstakar reglur fyrir börn og ungmenni.

Ef einstaklingur fær ekki 11 klukkustundir í hvíld, og kjarasamningar hans falla undir lágmarks hvíldartíma án undantekninga, ætti hann að fá samsvarandi frí eða fá greitt auka álag í næstu launagreiðslu. 

Vikuleg lágmarkshvíld 

Hámarksvinnutími starfsmanns á viku í yfirvinnu ætti ekki að vera meiri en 28 klukkustundir að meðaltali í hverjum mánuði. En samkvæmt sumum samningum má reikna vinnutíma út frá síðustu 6 mánaða. Ef sérstakar ástæður eru fyrir hendi eða vegna sértæks eðli verksins er hægt að reikna hámarks vinnutíma út frá allt að 12 mánaða tímabili.

Yfirvinna 

Reglur vegna yfirvinnu eru mismunandi milli kjarasamninga og ráðningarsamninga. 

Yfirvinna er oft greidd þegar: 

  • Vinnutími er meiri en dagvinnutíminn. 
  • Ef starfsmaður fer yfir venjulegan fjölda vinnudaga á mánuði. 
  • Ef starfsmaður þarf að vinna á matmálstímum og/eða kaffitímum í dagvinnu. 

Hvernig yfirvinnutímar eru reiknaðir er háð kjarasamningum og hvort að tíminn er háður degi, viku eða mánuði. 

Starfsmenn verða einnig að vera meðvitaðir um að ekki allir atvinnurekendur leyfa yfirvinnu, það er því mikilvægt að starfsmenn séu meðvitaðir um samningana sína. Í þeim aðstæðum þar sem að starfsmenn fá ekki greidda yfirvinnu, fá þeir oft frí í stað launa fyrir þann tíma sem var umfram unninn. 

Vinnudagatal 

Vinnudagatal vinnustaðarins ætti að vera aðgengilegt fyrir starfsmenn og þarf að sýna að lágmarki 4 vikur fram í tímann. Ef einhverjar breytingar verða ættu þær að vera gerðar með 4 vikna fyrirvara. 


Sumarfrí og frídagar

Almennir frídagar 

Starfsmenn sem ekki vinna vaktavinnu eiga almennt rétt á fríi á sérstökum orlofsdögum nema að gerðir hafi verið samningar um annað milli vinnuveitenda og starfsmanns. 

Einstaklingar sem vinna vaktavinnu ætti að fá sérstök laun fyrir að vinna á ákveðnum frídögum. Á sérstökum frídögum er greidd yfirvinna fyrir hvern unninn tíma og á almennum frídögum ættu starfsmenn að fá sérstakt rauðs dags laun. 

 Orlofsdagar  

Allir starfsmenn eiga rétt á orlofi, það er leyfi frá vinnu í ákveðinn fjölda daga auk orlofslauna sem greiddar hafa safnast saman af öllum launagreiðslum. 

Lögbundinn fjöldi frídaga eru 24 virkir dagar, sem jafngildir 4 vikum og 4 dögum miðað við vinnu frá mánudegi til föstudags. 

Þetta getur þó verið mismunandi eftir kjarasamningum og algengt er að starfsmenn með háann starfsaldur fái aukinn orlofsrétt.


Veikindi og veikindadagar

Meginreglan vegna veikinda starfsmanna er að einstaklingurinn sem verður veikur eigi að vera eins fjárhagslega staddur eins og hann hafi ekki verið fjarverandi frá vinnu. Á fyrsta tímabili veikindana ætti einstaklingurinn því að hafa sömu laun og ef hann hefði verið við vinnu. 

Fjöldi veikindadaga fer þó eftir kjarasamningum, en samkvæmt lögum er lágmarksréttur 2 dagar á mánuði. Algengt er að einstaklingar fái fleiri veikindadaga eftir því sem þeir hafa verið lengur hjá fyrirtækjum. Það er einnig mikilvægt fyrir einstakling að láta vita ef þeir veikjast á sínum frídögum þar sem þeir ættu að fá auka frídaga á móti. 

Hvað varðar veikindi barna, þá eru veikindadagar tengdir þeim mismunandi eftir kjarasamningum, en í almennum kjarasamningum hafa foreldrar   barna 2 veikindadaga fyrstu 6 mánuðina hjá vinnuveitanda fyrir börn undir 13 ára aldri, eða börn undir 16 ára að aldri þegar um alvarleg veikindi er að ræða. Eftir að einstaklingar hafa verið í 6 mánuði eða meira hjá vinnuveitanda, fá þeir einn dag í mánuði eða 12 daga fyrir hvert ár. Þessi réttur til veikinda barna er óháður almenna veikindaréttinum og dregst því ekki frá honum, þ.e. eigin veikindadögum.


Tækifæri til þróun í vinnu

Námsleyfi og ólaunuð leyfi eru mismunandi milli kjarasamninga en eru alltaf gerð í samvinnu við vinnuveitandann, í flestum tilvikum eiga starfsmenn rétt á slíkum leyfum. 

Flest stéttarfélög styðja félagsmenn fjárhagslega, með endurgreiðslu á skóla- eða námskeiðisgjöldum. Þetta er gert í gegnum fræðslusjóð stéttarfélagana.

Exit mobile version